|
Description:
|
|
Efni Lestarinnar í dag: Sigrún Inga Hrólfsdóttir, myndlistarkona og deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands, flutti erindi á Háskóladeginum um ólöglega list. Hún fjallaði þar um hina ýmsu listamenn sem hafa farið yfir mörk hins löglega eða ögrað með eftirminnilegum hætti. Í ljósi ritskoðunar á verkum Santiago Sierra á ARCOmadrid listkaupstefnunni í síðustu viku, og alls kyns umræðna í tengslum við metoo-byltinguna, verður Sigrún spurð út í ritskoðun á 21. öldinni í þætti dagsins. Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar um endurtekningar í pistli dagsins og Tinni verður á sínum stað, í dag er röðin komin að Svarta gullinu, viðmælandi Gísla Marteins Baldurssonar verður Jón Karl Helgason.
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson |