|
Description:
|
|
Í Lestinni í dag verður meðal annars rætt við Ísold Uggadóttur kvikmyndaleikstjóra, kvikmynd hennar Andið eðlilega verður frumsýnd í Reykjavík í kvöld en myndin hefur vakið mikla athygli að undanförnu og unnið til verðlauna, meðal annars á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Fjallað verður um plötuna Landfall sem bandaríska listakonan Laurie Anderson gaf nýlega út, en platan er unnin í samstarfi við Kronos-kvartettinn. Á plötunni tjáir Anderson upplifun sína af fellibylnum Sandy sem gekk á land í New York í október árið 2012 og olli mikilli eyðileggingu. Gunnar Theodór Eggertsson fjallar í dag um kvikmyndirnar The Florida Project eftir bandaríska leikstjórann Sean Baker og L'Atelier (eða The Workshop) sem sýnd er á kvikmyndahátíðinni Stockfish sem nú stendur yfir. Og ævintýri Tinna halda áfram í Lestinni í dag. Gísli Marteinn Baldursson ræðir í dag við Sævar Helga Bragason um bækurnar Eldflaugastöðina og Í myrkum mánafjöllum.
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson... |