|
Description:
|
|
Í Lestinni í dag verður meðal annars fjallað um kvikmyndina The Big Lebowski eftir Joel og Ethan Cohen, en um þessar mundir eru tuttugu ár liðin frá frumsýningu myndarinnar. Hún hlaut ekkert sérlega góðar viðtökur á sínum tíma, í marsmánuði árið 1998, en hefur notið gríðarlegra vinsælda allar götur síðan. Gestur Lestarinnar í dag verður Dagur Kári Pétursson kvikmyndaleikstjóri. Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi og Tinnabók dagsins er Tinni í Tíbet, sem kom fyrst út árið 1960, og þykir vera ein albesta Tinnabókin, viðmælandi Gísla Marteins Baldurssonar verður Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Og við skoðum einnig nýja hlaðvarpsþáttaröð frá BBC World Service, The Assassination, en þættirnir fjalla um morðið á pakistönsku stjórnmálakonunni Benazir Bhutto
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson |