|
Description:
|
|
Í Lestinni í dag verður meðal annars hugað að ljósmyndum, ofurhetjum, ferðalögum og útliti. Andri Steinþór Björnsson, prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands, heldur erindi í Háskóla Íslands á fimmtudaginn, sem ber yfirskriftina: Af hverju skiptir útlit máli? En eins og heitið gefur til kynna mun hann ræða útlitsdýrkun og hvenær sú áhersla verður síðan að sálrænum vanda. Andri verður gestur okkar í þætti dagsins. Samfélag kvenna sem ferðast einar er í dag umfjöllunarefni Heiðu Vigdísar Sigfúsdóttur, sem búsett er í Mexíkóborg um þessar mundir. Hún ræðir við meðlimi ýmsra hópa vefsamfélagsins, eins og Solo Female Travelers, og veltir fyrir sér tilvist slíkra samfélaga. Áslaug Torfadóttir endurnýjar síðan kynni sín við New York einkaspæjarann Jessicu Jones en Netflix var að hefja sýningar á annarri þáttaröð af samnefndum þáttum um hana. Og við fjöllum einnig um japanska ljósmyndarann Haruhiko Kawaguchi sem er frægur fyrir að mynda pör vakumpökkuð saman í gegnsæju plasti.... |