|
Description:
|
|
Í lestinni í dag verður meðal annars rætt við Katrínu Gunnarsdóttur, dansara og danshöfund, en hún frumsýnir í Tjarnarbíói í kvöld verk sitt Crescendo þar sem hún sækir meðal annars innblástur í vinnusöngva og erfiðisvinnu kvenna. Tónlistarkonan Jelena Ciric hefur búið hér á landi í rúmt eitt og hálft ár, hún er serbnesk að uppruna en hefur búið um víða veröld, í Kanada, Mexíkó, á Spáni og nú á Íslandi. Jelena verður gestur Lestarinnar í dag, fræðst verður nánar um list hennar og líf. Maður er nefndur Will Toledo, bandarískur og 25 ára að aldri, sem gengst við hljómsveitarnafninu Car Seat Headrest. Hann hóf feril sinn átján ára þegar hann gaf út tólf plötur á fjórum árum í sjálfsútgáfu áður en Matador-útgáfan tók hann upp á sína arma. Hann er einn af fáum sem tekst að halda sér á floti í rokkbrotsjó samtímans þar sem fátt er um fína drætti. Lestin kynnir til leiks Car Seat Headrest í ferðalagi dagsins. Og Melkorka Gunborg Briansdóttir skoðar málverk 17. aldar listmálarans Artemisiu Ge... |