|
Description:
|
|
Efni Lestarinnar í dag: Atli Bollason hefur lengi verið aðdáandi áströlsku söngkonunnar Kylie Minogue og skellti sér á tónleika með henni í Berlín fyrr í vikunni. Og hann segir frá í pistli dagsins. Og Hraðlestin brunar á föstudagi. Við sögu í þættinum koma meðal annars nunnan og tónlistarkonan Irene O'connor, Ólafur Gíslason, Andri Björnsson, Halldór Armand Ásgeirsson, Katrín Gunnarsdóttir, ljósmyndarinn Haruhiko Kawaguchi og Tómas Ævar Ólafsson.
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson |