|
Description:
|
|
Efni Lestarinnar í dag: Hljómsveitin Ateria sigraði Músíktilraunir að þessu sinni, en hana skipa systurnar Ása og Eir Ólafsdóttir, og frænka þeirra, Fönn Fannarsdóttir. Hljómsveitin var stofnuð í fyrra og hefur höfuðstöðvar í Vesturbæ Reykjavíkur. Meðlimir hljómsveitarinnar verða gestir Lestarinnar í dag. Gunnar Theodór Eggertsson fjallar um kvikmyndina Víti í Vestmannaeyjum sem frumsýnd var fyrir helgi. Og sjónvarpsþættirnir X-Files eru fyrir löngu orðnir klassískir en í fyrra snéru þeir aftur á skjáinn eftir langt hlé. Áslaug Torfadóttir kynnti sér þessa nýju útgáfu af X-Files og segir frá í Lestinni í dag.
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson |