|
Description:
|
|
Efni Lestarinnar í dag: Líkamlegar hremmingar geta af sér frásagnir, enda hefur maðurinn ævinlega haft þörf fyrir að greina frá reynslu sinni. Vilborg Bjarkadóttir hefur í mastersverkefni sínu í hagnýtri þjóðfræði verið að rannsaka gildi sagnamennsku í bataferli eftir slys, fræðst verður nánar um verkefnið í þætti dagsins. Litið verður við í hljómplötuversluninni 12 tónum, en hún fagnar 20 ára afmæli sínu um þessar mundir. Heiða Vigdís Sigfúsdóttir fjallar um mexíkósku tónlistina narcocorridos sem samin er til heiðurs eiturlyfjabarónum og er ólögleg í heimalandinu. Og Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar í pistli dagsins um Pál Skúlason heimspeking, tæknihyggju og Pírataflokkinn.
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson |