|
Description:
|
|
Efni Lestarinnar í dag: Lestin fór á tónleika með Baraflokknum sem haldnir voru á veitingastaðnum Hard Rock við Lækjargötu í gærkvöld, en hljómsveitin hélt þrenna tónleika um páskana, stemningu verður miðlað og rætt við hljómsveitarmeðlimi og tónleikagesti. Freyja Eilíf opnaði um helgina sýninguna Sýndarrými, eða Virtual Space, í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Í sýninginarrýminu er gestum boðið að upplifa leiðslu inn á stafrænar víddir gegnum vídjó-, texta-, hljóð- og listaverk, sem myndlistarkonan vann í samvinnu við meðvitund tölvu sinnar og í gegnum hugleiðslutilraunir þar sem hún mætti öndum af hinu stafræna sviði. Freyja verður gestur Lestarinnar í dag. Árið 1981 fluttist indverskur trúarhópur til smábæjar í Oregon og byggði þar upp samfélag sem átti eftir að hafa gríðarleg áhrif á íbúa bæjarins. Áslaug Torfadóttir kynnti sér þessa atburði í þáttunum Wild Wild Country. Og Halldór Armand Ásgeirsson flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi og fjallar í dag um argentínska rithöfundinn Jor... |