|
Description:
|
|
Í Lestinni í dag verður meðal annars rætt við bandaríska heimspekinginn Tom Digby um karlmennsku en hann hefur rannsakað fyrirbærið í þrjátíu ár og hélt erindi um efnið í Háskóla Íslands á dögunum. Eliza Reid segir frá rithöfundabúðunum Iceland Writerts Retreat sem hefjast á morgun, en þær eru nú haldnar í fimmta sinn, auk þess sem boðið verður upp á upplestrarkvöld í Norræna húsinu í kvöld þar sem innlendir og erlendir rithöfundar lesa úr verkum sínum. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur flytur pistil í Lestinni á þriðjudegi og fjallar í dag um atvik sem gerðist á alþjóðlegu golfmóti um helgina, og spurninguna um það hvers vegna við höldum stundum með óvinsælu fólki.
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson |