|
Description:
|
|
Lestin brunar í dag meðal annars vestur í Skerjafjörð og heimsækir ættfræðiþjónustuna ORG, rætt verður þar við Odd F. Helgason um ættfræði og gagnagrunna. Fyrsta einkasýning listakonunnar Rakelar Tómasdóttur verður opnuð í Norr11 á morgun. Rakel verður tekin tali í þætti dagsins. Nína Richter var fjórtán ára þegar hún áttaði sig á því að ekki allir upplifðu persónur, tölur og bókstafi með skýrum og afmörkuðum einkennislit. Samskynjun eða ,,synesthesia" er fyrirbæri sem er lokaður heimur fyrir mörgum, en sjálfsagður hlutur fyrir synthesum. Synthesar geta upplifað tölur, bókstafi, fólk, hljóð eða aðra hluti í litatónum, en samskynjun getur verið af ýmsum toga. Dæmin um samskynjun í lista- og menningarsögunni eru óteljandi, en hvað þýðir þetta í raun og veru? Málið verður skoðað í Lestinni í dag. Og Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar í pistli dagsins um þrá.
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson... |