|
Description:
|
|
Efni Lestarinnar í dag: Rauða bókin er ferðalag eins merkasta geðlæknis 20. aldarinnar um eigin dulvitund. Rauða bókin er skrautskrifuð og myndskreytt bók sem Carl Gustav Jung dundaði sér við í 16 ár á fyrri hluta síðustu aldar. Lestin skoðar athyglisverða sögu ritsins í þætti dagsins. Heimildarmaður þáttarins verður Hallfríður J. Ragnheiðardóttir, sem þekkir vel til verka Jungs. Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar í pistli dagsins að gefnu tilefni um kynjaða málnotkun og tvíræðni orðsins ,,maður." Og hvalveiðar koma við sögu að gefnu tilefni í Lestinni í dag sem og besta draumapopp-plata allra tíma að mati bandaríska veftímaritsins Pitchfork.
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson |