|
Description:
|
|
Í Lestinni í dag verður meðal annars sagt frá alþjóðlegu fjöllistahátiðinni Reykjavík Fringe Festival sem haldin verður í fyrsta sinn í Reykjavík í sumar. Markús Bjarnason tekur sér far með Lestinni í dag og segir frá nýju lagi en hann fagnar útgáfu þess með tónleikum á Húrra á morgun, ásamt alkemistunum. Tómas Ævar Ólafsson hugar að degi hljómplötuverslanna sem haldinn var hátíðlegur um helgina. Og Halldór Armand Ásgeirsson flytur pistil, og fjallar í dag um samband næturklúbba og guðsríkis og spyr hvort við viljum öll innst inni láta dæma okkur. Og það er alþjóðlegur dagur norna, eða hvað?
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson |