|
Description:
|
|
Lestin býður í dag velkomnar um borð tvær ljósmæður, en ljósmæður hafa sem kunnugt er átt í samningaviðræðum við ríkið sem staðið hafa í ríflega hálft ár. Fræðst verður um ljósmóðurstarfið í þætti dagsins, og leitað svara við þeirri spurningu, hvers vegna viðræðurnar hafa staðið yfir svo lengi sem raun ber vitni. Á Garðaholti í Garðabæ má enn í dag að finna gamla sveitabæi. Krókur, nefnist einn þeirra, og er hann tæplega hundrað ára gamall. Krókur er lítill bárujárnsklæddur burstabær sem í dag er varðveittur sem safn. Lestin leit við og kynnti sér Krók. Í dag höldum við einnig til Lundúna þar sem við hittum rapparann og utangarðstónlistarmanninn Onoe Caponoe. Hann er eitt stærsta nafnið í neðanjarðarrappsenu Lundúna en hann er afar frumlegur, sérstakur og jafnvel vanmetinn tónlistarmaður þar í borg.
Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Eiríkur Guðmundsson |