|
Description:
|
|
Vinátta og traust innan sýndarheims, innflytjendur í íslenskum skáldsögum og lífið í Suðurríkjum Bandaríkjanna - einhvern veginn svona hljóðar leiðarlýsing Lestarinnar í dag. Sjónvarpsþættirnir Atlanta gerast í Atlanta í Georgíu og fjalla um daglegt líf Earn og vina hans sem reyna að ná endum saman. Áslaug Torfadóttir kíkti á lífið í Suðurríkjunum. Rætt verður einnig um nýtt lag og tónlistarmyndband Childish Gambino, This Is America. Leikstjórinn Jón Bjarki Magnússon er verðlaunaður blaðamaður, skáld og rithöfundur. Hann hefur unnið sem blaðamaður á DV, Stundinni og þýska rannsóknarmiðlinum Correctiv ásamt því að hafa gefið út ljóðabókina Lömbin í Kambódíu (og þú). Um þessar mundir eru það þó heimildarmyndir sem eiga hug hans og hjarta, en hans fyrsta stuttheimildarmynd, Even Astroids Are Not Alone, var frumsýnd á heimildarmyndahátíðinni Ethnocineca í Vín um helgina. Myndin fjallar um vináttu og traust innan íslenska fjölspilunartölvuleiksins EVE Online. Við fræðumst nánar um myndina í... |