|
Description:
|
|
Í huga áhugafólks um tísku er fyrsti mánudagurinn í maí heilagur, enda fer þá fram Met Gala-viðburðurinn í New York borg. Við rýnum í viðburðinn í þætti dagsins. Heimildamaður okkur verður Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour. Klifur er ört vaxandi íþróttagrein hér á landi sem víðar. Þar er tekist á við þverhnípta klettaveggi með líkamsstyrkinn einan að vopni. en hvað er það sem drífur manneskjuna áfram upp brattann, stöðugt lengra og hærra? Í þætti dagsins veltum við fyrir okkur tilhneigingu mannsins til að gera sér leik úr hættulegustu hliðum náttúrunnar. Eftir slétta tíu daga hefst hátíð íslenskra heimildamynda - Skjaldborg á Patreksfirði. Þær Helga Rakel Rafnsdóttir og Halla Kristín Einarsdóttir, skipuleggjendur hátíðarinnar, verða gestir okkar í þætti dagsins. Og Halldór Amand Ásgeirsson er að vanda með pistil hjá okkur á þriðjudegi. Í dag fjallar hann um gamla nýja skyrtu. Platan Fire of God's Love kom út í Bandaríkjunum og Ástralíu árið 1976 en vakti litla sem enga athygli á þe... |