|
Description:
|
|
Í Lestinni í dag verður meðal annars hugað að nýrri íslenskri kvikmynd, Eurovision og svartmálmi. Framlag Ísraels vann Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. Í kjölfar hefur sprottið upp umræða um pólitísk áhrif keppninnar og spyrjum við því í þætti dagsins:,,Er hægt að aðskilja skemmtanagildi keppninnar og pólitík?''. Heimildamenn okkar verða Vera Illugadóttir, dagskrárgerðakona á Rás 1, og Laufey Helga Guðmundsdóttir, ritari Félags Áhugamanna um Söngvakeppi Tónlistarmenn tengdir íslensku svartmálmsútgáfunni Vánagandr voru nýlega beðnir um að semja og flytja nýtt tónverk á hinni virtu öfgarokkhátíð Roadburn Festival í Hollandi. Í Lestinni verður rætt við forsprakka hópsins um Sól án varma, sjötíu mínútna myrkraverk þar sem tekist er á við klassísk svartmálmsþemu, hið illa og djöfullega, en á stjarnfræðilegum skala. Og Gunnar Theodór Eggertsson fjallar um tvær nýjar myndir, You were never really here, og íslensku spennumyndina Vargur eftir Börk Sigþórsson.... |