|
Description:
|
|
Súrt íslenskt grín, nýblaðamennska, Yanni eða Laurel, morðtímarit og ný raftónlist - einhvern veginn svona hljóðar leiðarlýsing dagsins. „Besta vopn blaðamannsins er það sem ég kalla upplýsingaráráttu. Fólk vill nefnilega ólmt segja þér frá einhverju sem þú veist ekki - Þannig öðlast það eins konar yfirburðarstöðu“. Þetta sagði bandaríski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Tom Wolfe, en upplýsingarárátta er meðal fjölda hugtaka sem hann fann upp á á ferlinum. Hann er einn þeirra sem tilheyrðu og skrifuðu undir merkjum nýblaðamennsku eða New Journalist. Wolfe, lést fyrr í vikunni, 88 ára að aldri - við minnumst hans hér í Lestinni í dag. Heimildamaður okkar verður Jóhannes Ólafsson, dagskrárgerðarmaður á RÚV. Kaupa dót eru stuttir grínþættir sem eru aðgengilegir á Facebook. Þetta er að öllum líkindum súrasta íslenska grínið á internetinu í dag. Maðurinn á bak við þættina, Tumi Björnsson, fær far með Lestinni í dag. Annað tölublað morðtímaritsins, eða Murder Magazine, kom út á dögunum. Þem... |