|
Description:
|
|
Í Lestinni í dag verður meðal annars hugað að grasrótarmenningu, eplum, twitter fári og vinsælum ferðmannastöðum. „Ungt fólk í Póllandi er mjög meðvitað um rými listarinnar sem mikilvægan vettvang til að spyrna gegn ríkjandi viðhorfum, þau nota listina ekki síður en fjölmiðla eða hefðbundin stjórnmál.“ Þetta segir pólski listamaðurinn og listrýnirinn Hubert Gromny sem er búsettur hér á landi, og hélt í vikunni fyrirlestur um pólska grasrótarmenningu á Loft Hostel. Við ræðum við Hubert um pólska grasrót og list-aktívisma. Þær Magnea Björk Valdimarsdóttir og Marta Sigríður Pétursdóttir frumsýndu heimildarmynd sína Kanarí á Skjaldborg síðustu helgi. Í myndinni skoða þær íslenskt samfélag á spænsku eynni Kanarí og hvernig það hefur þróast á síðustu áratugum. Velt er upp spurningum eins og: Hvað þýðir það eiginlega að vera túristi? Við heyrum nánar um myndina hér á eftir. Karl Ólafur Hallbjörnsson fjallar í pistli sínum í dag um samband altaka, einstaka og tiltaka. Nýlega lauk fimmtu þáttar... |