|
Description:
|
|
Í Lestinni í dag kíkjum við á nýja indí-poppsenu sem hefur verið að gerjast í reykvísku tónlistargrasrótinni undanfarna mánuði. Gunnar Theódór Eggertsson rýnir í nýja íslenska kvikmynd, Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson. Vorhefti Skírnis - tímarits Hins íslenka bókmenntafélags er komið út. Efni heftisins er fjölbreytt, meðal annars hugvekja Erlu Huldu Halldórsdóttur um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og skó Jóns Sigurðssonar. Þar veltir hún fyrir sér hvort kona gæti, eða hefði getað, orðið þjóðhetja. Erla Hulda Halldórsdóttir verður gestur Lestarinnar í dag. Að vanda rýnir Áslaug Torfadóttir síðan í nýja sjónvarpsþætti í mánudagspistli sínum. |