|
Description:
|
|
Svartmálmur er ný ljósmyndabók eftir Hafstein Viðar Ársælsson, en þar skrásetur hann hina öflugu íslensku svartmálmssenu með öllum sínum drunga og djöfulgangi. Sýning með myndum úr bókinni opnar á morgun í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Lestin renndi við á safninu og ræddi við Hafstein. Karl Ólafur Hallbjörnsson veltir fyrir sér pólitískri sannfæringu rökræðulýðræði í pistli sínum í dag. Tónlistarkonan og plötusnúðurinn Coucou Chloé hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir sína tilraunakenndu klúbbatónlist en meðal aðdáenda eru Rihanna og Björk Guðmundsdóttir. Við náðum tali af Chloé í Lundúnum en hún er nýkominn úr tónleikaferðalagi um Asíu. Í síðustu viku opnaði Google Arts and Culture, rafrænt listasafn tæknirisans, sína stærstu vefsýningu til þessa. Tæknirisinn Google opnaði í síðustu viku stafræna yfirlitssýningu á lífi og verkum mexíkósku listakonunnar Fridu Kahlo. Þar geta vefgestir skyggnst inn í heimili listakonunnar og virt fyrir sér verk hennar í návígi. Við skoðum sýninguna,... |