|
Description:
|
|
Í Lestinni í dag verður meðal annars hugað að húðflúrum, rappi, svikahröppum og myndlist. The Icelandic Tattoo Convention - árlega húðflúrshátíðin verður haldin 13 árið í röð núna um helgina í Gamla Bíói. Skipuleggjendur hátíðarinnar eru jafnframt eigendur húðflúrstofunnar Reykjavík Ink við Frakkarstíg. Við heimsækjum stofuna og ræðum við Lindu Mjöll Hafþórsdóttur og Össur Hafþórsson. Við rifjum upp plötu, sem er oft sögð besta plata rappsögunnar. Þetta er Reachin' (A New Refutation of Time and Space) með djassrappsveitinni Digable Planets. Davíð Roach Gunnarsson segir frá. Anna Delvey er einskonar Frank Abagnale sinnar kynslóðar, en hún smyglaði sér í innstu raðir ríka og fræga fólksins í New York og náði hátt í 60 milljónum dala út úr bönkunum á fölskum forsendum. Hún situr nú í gæsluvarðhaldi í Rikers fangelsinu og bíður dóms. Nina Richter fjallar um málið í þætti dagsins. Skil og endurvarp nefnist einkasýning þýska myndlistarmannsins Ignacio Uriarte sem opnar í i8 í dag. Ignac... |