|
Description:
|
|
Lestin verður með óhefðbundnu sniði í dag í tilefni að Listahátíð Reykjavíkur sem hefst í dag. Þátturinn verður sendur út frá Klúbbi Listahátíðar sem staðsettur er í Hafnarhúsinu og þangað koma góðir gestir og ræða saman um og út frá þema hátíðarinnar, en í ár er þemað “heima.“
Hvenær erum við heima og hvað þýðir það að eiga heimili? Hvar á listin heima, og hvað gerist þegar hún færir sig út fyrir hið hefðbundna rými sitt?
Gestir þáttarins verða Terry Gunnell, Ásrún Magnúsdóttir, Garðar Eyjólfsson, Guja Dögg Hauksdóttir, Valgeir Sigurðsson, Steinunn Knútsdóttir, Heiðar Kári Rannversson og Markús Þór Andrésson. |