|
Description:
|
|
Í Lestinni í dag verður meðal annars hugað að nýju sjónvarpsefni, láglaunastörfum og umdeildri auglýsingamynd.
BBC America hefur staðið sig vel í framleiðslu á efni þar sem konur eru fremstar í flokki bæði fyrir framan og aftan myndavélina. Nýjasta afurð þeirra Killing Eve er engin undantekning. Áslaug Torfadóttir skellir sér í njósnagírinn og fjallar um Killing Eve í þætti dagsins. Við tökum umfjöllun hennar síðan aðeins lengra að þessu sinni og rýnum nánar í þættina með Árna Sigurðssyni, sérlegum aðdáanda. Í pistli dagsins fjallar Halldór Armand Ásgeirsson um bullstörf og af hverju verðmætustu störfin eru verst borguð. "Við erum tilbúnir fyrir Rússland," lýsti Knattspyrnasamband Íslands yfir á Facebook um helgina. Færslunni fylgir litrík mynd í anda teiknimyndasagna. Moskva brennur í bakgrunni og fyrir framan eru ellefu vöðvastæltir og ofurmannlegir líkamar íslenska karlalandsliðsins tilbúnir til árásar, með skildi og spennta vöðva. Í Lestinni í dag rýnum við í umdeilda auglýsingam... |