|
Description:
|
|
Stríðsminningar, vinsælasti tölvuleikur heims og kaldhæðni sem lífstíll. Þannig hljómar leiðarlýsing lestarinnar í dag. Hinn litríki og líflegi fjölspilunar-skotleikur Fortnite: Battle Royal er einn allra vinsælasti tölvuleikur heims um þessar mundir. Hann virðist höfða sérstaklega til barna og ungmenna, og ólíkt flestum slíkum leikjum er hann ekki síður vinsæll hjá stelpum en strákum. Við ræðum við Bjarka Þór Jónsson, ritstjóra tölvuleikjavefsins Nörd norðursins, um gríðarlegar vinsældir Fortnite. Katrín Ólafsdóttir Mixa bjó í Austrurríki á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Árið 1947 gaf hún út endurminningar sínar í bók sem nefnist Liðnir dagar. Bókin er eins konar dagbók sem Katrín hélt úti á meðan stríðinu stóð. Þar lýsir hún hversdagslegu lífi á tímum síendurtekinna loftárása, óvissu og óöryggis, glundroða, flótta og tvístrunar fjölskyldu og vina. Sonur hennar, Ólafur Mixa, gegnir veigamiklu hlutverki í bókinni. Við heimsækjum Ólaf í þætti dagsins og fræðumst nánar um Liðna daga.... |