|
Description:
|
|
Í Lestinni í dag verður meðal annars hugað að nýrri tónlist, frímerkjum og umdeildum kenningum Jordans Peterson. Við kíkjum á verðmæt frímerki og ýmiskonar söfn í þætti dagsins. Norræna safnarasýningin Nordia 2018 fer fram í TM-höllinni í Garðabæ um helgina, en sýningin er stærsti viðburður norrænna frímerkjasafnara á árinu. Við röltum um sýninguna með Sigurði R. Péturssyni, safnara og formann sýningarnefndar. Karl Ólafur Hallbjörnsson fór á fyrirlestur kanadíska sálfræðingsins Jordan Peterson í vikunni og í pistli dagsins veltir hann fyrir sér kenningum og vinsældum þessa gríðarlega umdeilda höfundar. Davíð Roach Gunnarsson rýnir síðan í nýjustu plötu Pusha T. |