|
Description:
|
|
Snorri Hallgrímsson, tónskáld og framleiðandi, gefur frá sér sína fyrstu sóló breiðskífu á föstudaginn. Þó platan sé hans fyrsta þá hefur tónlist hans slípast í gegnum margra ára reynslu af kvikmyndatónsmíðum. Snorri er gestur okkar í þætti dagsins. Þarf lífvera að vera mennsk til að njóta réttinda? Hvers konar réttindi fylgja meðvituðum smíðisgripum mannsins á borð við gervigreind, klónað fólk og vélmenni? Í Metropolis seríu sinni glímir tónlistarkonan Janelle Monáe við réttindamál vélmenna í martraðarkenndri framtíðarsýn. Og við höldum áfram hugleiða um mannslíkamann, en í pistli sínum í dag fjallar Karl Ólafur Hallbjörnsson um líkamleika og miðlun samfélagslegra sýndarmynda. Hann spyr: Hvernig lærum við að skilja líkamann gegnum samfélagsmiðla? |