|
Description:
|
|
Harlem endurreisnin í Bandaríkjunum var pólitísk og félagsleg hreyfing sem hófst á 3. áratug 20. aldar. Þetta var stór og áhrifamikil listahreyfing; rithöfundar, tónlistarmenn og aðrir listamenn af afrísk-amerískum uppruna spruttu fram og tjáðu og túlkuðu breytta stöðu svartra með sínum eigin hætti. Við rifjum upp umfjöllun Lestarinnar um þetta merkilega tímabil með Hólmfríði Garðarsdóttur, prófessor í spænsku við Háskóla Íslands. Í síðustu viku kryfjaði Davíð Roach Gunnarsson tvær fyrstu af þeim fimm plötum sem ódæli snillingurinn Kanye West hefur dundað sér við að taka upp á búgarði sínum í Wyoming og koma út með viku millibili um þessar muyndir. Í dag rýnir hann í þriðju plötuna sem kom út í síðustu viku, samstarfsverkefni Kanye og Kid Cudi; Kids See Ghosts. Síðastliðinn sunnudag var bein útsending hér á Rás 1 af fjölum Tjarnarbíós þar sem verkið Hjálmurinn flutt, en verkið var hluti af Listahátíð. Hjálmurinn er eftir rithöfundinn Finn-Ole Heinrich og textanum fylgir tónlist eftir n... |