|
Description:
|
|
Það er heimsmeistaramót í knattspyrnu og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur er í byrjunarliði Lestarinnar. Í pistli sínum í dag fjallar Halldór um fantasíur heimsbyggðarinnar um íslenska knattspyrnulandsliðið og varar fólk við að festast í hlekkjunum sem draumar annarra geta verið.
En það er hraðlest í dag og að venju verður farið um víðan völl: Alræðistilburðir í Rússlandi, náttúruvín, sjónvarpsþættirnir The Alienist, þjóðernishyggja, verðlaunavæðing menningarlífsins, Beyoncé og Jay-Z í Louvre, fjallkonan í dragi, danskur málari á ferð um Ísland og textagreining á íslensku rappi.
Lag dagsins er Osundi Owendi með nígeríska highlife-tónlistarmanninum Chief Stephen Osita Osadebe |