|
Description:
|
|
Í Lestinni í dag verður meðal annars hugað að stúlknasveitum, raðmorðingjum, leigumorðingjum, tölvum og tækni.
Tölvur og tækni hafa á undanförnum áratugum orðið allt að því nauðsynlegur hluti af allri tónlistarsköpun. Nú er svo komið að nánast öll popptónlist er að stórum hluta rafræn, hönnuð og unnin í stafrænu umhverfi. Á sama tíma getur almenningur auðveldlega orðið sér út um hugbúnað og tæki sem gerir fólki kleift að skapa tónlist í fartölvunni sinni sem hljómar eins og það allra besta í tónlistarheiminum.
Við ræðum um tengsl tækni og tónlistar í fortíð, nútíð og framtíð við Steinunni Arnardóttur, verkfræðing og tónlistarkonu, sem stýrir hugbúnaðarþróun hjá þýska tónlistartæknifyrirtækinu Native Instruments. Á strætisvögnum Lundúnarborgar má nú sjá augl singaskilti með skilaboðunum: All Saints hættu aldrei nokkurn tímann að hugsa um þig. Plaggið er hluti af kynningarherferð fyrir nýja breiðskífu frá einni ástsælustu stúlknasveit tíunda áratugarins, All Saints. Við skoðum væ... |