|
Description:
|
|
Í Lestinni í dag verður meðal annars hugað að gagnrýnni hugsun, klifri og nýrri tónlist. Alexandra Drewchin, sem kallar sig Eartheater, er afar sérkennileg og sérstæð tónlistarkona frá New York sem gaf nýlega út sína þriðju plötu, Irisiri.
Í Lestinni í dag ræðir Þórður Ingi Jónsson við Alexöndru um líf hennar og list, flóttahyggju, rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og ýmislegt fleira.
Saga klifuríþróttarinnar er villt og óhefðbundin. Frumkvöðlar hennar hafa verið bláfátækir flækingar og fyllibyttur, hippar og ofurhugar, sem hafa lifað fyrir það eitt að klífa þverhnípta fjallaveggi. Saga klifuríþróttarinnar hefur að stórum hluta átt sér stað í hinum mikilfenglega Yosemite-dal í Kaliforníu og er sú saga rakin í heimildamyndinni Valley Uprising sem er aðgengileg á Netflix. Við rýnum í myndina og ræðum við Rafn Emilsson, gítarkennara, sem fór og klifraði þekktasta klettavegginn í Yosemite-dalnum í fyrra.
Í pistli sínum í dag veltir Karl Ólafur Hallbjörnsson fyrir sér gagnrýnni ... |