|
Description:
|
|
Í Lestinni í dag verður meðal annars hugað að tónlistarhátíð, einni bestu hrollvekju ársins og róttækri heimspeki.
Fjórir heilir dagar af rokki, labbi, rappi, dansi, raftónlist, hoppi, klappi og á köflum volki í misblíðu veðri. Secret Solstice hátíðin fór fram í laugardanum um liðna helgi. Davíð Roach Gunnarsson, útsendari Lestarinnar var á svæðinu. Hann segir frá hátíðinni í þætti dagsins
Simone Weil var róttækur heimspekingur, dulspekingur, aðgerðarsinni og raunar ýmislegt fleira. Við skoðum líf hennar og skrif nánar í þætti dagsins. Erla Karlsdóttir, heimspekingur, guðfræðingur og kennari, er gestur okkar í þætti dagsins en hún þekkir vel til verka Weil.
Bandaríska hryllingsdramað Hereditary fer nú sigurför um heiminn og segja margir gagnrýnendur hana vera bestu hrollvekju ársins. Þórður Ingi Jónsson veltir fyrir sér vinsældum myndarinnar og spjallar meðal annars við myndlistarmanninn og kvikmyndaáhugamanninn Valdemar Garðar Guðmundsson um Hereditary.
... |