|
Description:
|
|
Tónli, sálartónlist, rapptónlist og deilihagkerfið er á dagskrá Lestarinnar í dag.
Deilihagkerfið teygir anga sína æ víðar þessa dagana. Nú hefur hópur fólks tekið sig saman og stofnað Tólatek Reykjavíkur, Reykjavík Tool Library, félagsskapur sem safnar og lánar út ýmis konar smíða- og handverkfæri. Við kíkjum við á opnun Reykjavík Tool Library úti á Granda og ræðum við stofnendurna um deilihagkerfið, sameignarfyrirkomulag og viðgerðakaffi.
Lestin minnist einnig bandarísku söngkonunnar Arethu Franklin sem andaðist á fimmtudag, 76 ára gömul, en Franklin var einhver vinsælasta söngkona í heimi. Hún byrjaði kornung að syngja gospeltónlist, fyrir guð og fleiri. Ferill hennar spannaði ríflega 60 ár, og hún seldi ógrynni platna. Aretha Franklin var gjarnan kölluð drottning sálartónlistarinnar. Gestur þáttarins í dag verður Sigríður Thorlacius, söngkona, en hún útskýrir fyrir okkur hvað gerði Arethu Franklin svo stóra sem raun ber vitni.
Og þann 11. ágúst síðastliðinn fögnuðu menn s... |