|
Description:
|
|
Lestu Djöflana eftir Dostojevskí til að skilja samtímann, segir þáttastjórnandi bókaþáttarins á Rás 1. Við fáum bókameðmæli í þætti dagsins, lista af bókum til að lesa árið 2026, The First Bad Man eftir Miröndu July, Perfection eftir Vincenzo Latronico og Hlutirnir eftir Georges Perec.
Elín Hansdóttir hannaði leikmyndina í Óresteiu sem nú er í sýningu í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Leikstjórn er í höndum Benedict Andrews og leikurinn í höndum kröftugs fimm manna leikhóps, sem fer með öll hlutverkin. Við ræðum við Elínu um þessa mögnuðu leikmynd sem er rústað og svo aftur sett saman fyrir hverja sýningu. |