|
Description:
|
|
Tónlistarblaðamenn Lestarinnar lögðu leið sína á Airwaves um nýliðna helgi. Katrín Helga Ólafsdóttir hefur þáttinn á pistli sínum um hátíðina. Davíð Roach fer því næst yfir sína hápunkta í samtali, að hans mati stóð hljómsveitin Mermaid Chunky upp úr.
Á miðvikudag hefst svo næsta hátíð, danshátíðin Reykjavík Dance Festival. Þau Bertine og Leevi útskrifuðust af alþjóðlegu samtímadansbrautinni í Listaháskólanum í vor og sýna útskriftaverkin sín í tvíhleypu á Dansverkstæðinu á hátíðinni. |