|
Description:
|
|
Valtýr Stefánsson (1893-1963) var einn þeirra sem mestan svip hafa sett á íslenska blaðamennsku á tuttugustu öld. Hann var búfræðingur að mennt og starfaði fyrst sem ráðunautur bænda. En blaðamennskan heillaði hann og svo fór að hann varð annar tveggja manna sem tóku við ritstjórn Morgunblasins 1924. Hann gegndi því starfi til æviloka. Morgunblaðið var pólitískt málgagn Sjálfstæðiflokksins, en Valtýr lagði megináherslu á að það væri gott fréttab lað. Tókst honum að efla það svo að kjörorðið „blað allra landsmanna" átti við það með réttu. Valtýr var forgöngumaður í því að taka viðtöl við fólk og manna snjallastur á því sviði á sinni tíð. Hefur samtölum hans verið safnað í bækur og einnig skráði hann minningar Thors Jensen í tveim bindum. Valtýr hafði mikinn áhuga á listum og menningarmálum, sat í útvarpsráði um skeið og var formaður menntamálaráðs. |