|
Description:
|
|
Þorsteinn Gíslason (1867-1938) var einn þeirra sem lengst hafa ritstýrt blöðum á Íslandi, í 43 ár, 1893-1936. Hann kom víða við, stýrði stjórnmálablöðum og líka timaritum eins og Óðni, sem var vinsælt rit á sínum tíma. Þá var hann sumsvifamikill bókaútgerfandi um tíma. Um stutt skeið stýrði hann Morgunblaðinu. Þorsteinn skrifaði margt um skáld og og stjórnmálamenn. Hann gaf út stórt rit um fyrri heimsstyrjöldina og einnig rit um seinni tíma íslenska stjórnmálasögu. Þorseinn orti og þýddi ljóð og einnig þýddi hann klassískar sögur. Af ljóðum hans er kunnast vorljóðið „Ljósið loftin fyllir", sem sonur hans, Gylfi Þ.Gíslason, gerði lag við. |