|
Description:
|
|
Reykvíkingar dagsins í dag ljá Reykvíkingum frá árinu 1918 rödd sína og lesa valda texta frá því ári. Í þessum þætti les Hulda Kolbrún Guðjónsdóttir, kennari í Reykjavík, úr gögnum Hjúkrunarnefndar Reykjavíkur vegna spænsku veikinnar sem byggðust á yfirferð nefndarinnar eftir að gengið var hús úr húsi á Laugavegi þann 9. nóvember 1918. R1918 er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Landsbókasafnsins og RÚV. Textavinna: Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og Bjarni Jónsson. R1918 er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Landsbókasafnsins og RÚV. Úlfur Eldjárn er höfundur tónlistar. |