|
Description:
|
|
Reykvíkingar dagsins í dag ljá Reykvíkingum frá árinu 1918 rödd sína og lesa valda texta frá því ári. Í þessum þætti les Karl Ágúst Ipsen, verkefnastjóri í Reykjavík úr bréfi Aðalsteins Kristinssonar til Jakobs Kristinssonar, bróður síns. Aðalsteinn bjó í Eyjafirði á þessum tíma og starfaði þar sem og í Reykjavík hjá Nathan og Olsen en varð síðar framkvæmdastjóri Sambands Íslenskra sveitafélaga. Jakob svar prestur og starfaði í Íslendingabyggðum í Kanada 1914-1919. Hann starfaði aldrei sem prestur hér á landi en var formaður Guðspekifélagsins og síðar skólastjóri á Eiðum. R1918 er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Landsbókasafnsins og RÚV. Textavinna: Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og Bjarni Jónsson. |