Search

Home > R1918 > Vjer lifum trú jeg tímamót
Podcast: R1918
Episode:

Vjer lifum trú jeg tímamót

Category: Society & Culture
Duration: 00:00:00
Publish Date: 2018-03-02 06:03:00
Description: Reykvíkingar dagsins í dag ljá Reykvíkingum frá árinu 1918 rödd sína og lesa valda texta frá því ári. Í þessum þætti les Anna Sigríður Guðfinnsdóttir íslenskufræðingur gamanvísu eftir Gunnþórunni Halldórsdóttur leikkonu en hún samdi gjarnan slíkar vísur og flutti á samkomum í Reykjavík. Gunnþórunn var einn af stofnendum Leikfélags Reykjavíkur árið 1897 og með fyrstu leikurum þess. Hún rak vefnaðarvöruverslun á Amtmannsstíg 5 og 5a ásamt Guðrúnu Jónasson sem var meðal annars bæjarfulltrúi í Reykjavík fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1928-1946. R1918 er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Landsbókasafnsins og RÚV. Textavinna: Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og Bjarni Jónsson. Tónlist: Úlfur Eldjárn. Samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir.
Total Play: 0