|
Description:
|
|
Reykvíkingar dagsins í dag ljá Reykvíkingum frá árinu 1918 rödd sína og lesa valda texta frá því ári. Í þessum þætti les Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, las úr bréfi Hallgríms Kristinssonar framkvæmdastjóra sem bjó í Þingholtsstræti 27 þegar bréfið var skrifað en hann var einnig bóndi í Eyjafirði og fyrsti forstjóri sambands íslenskra samvinnufélaga. Viðtakandi bréfsins var Ágúst Helgason, bóndi, alþingismaður og hreppstjóri í Grímsnesi og Birtingaholti. R1918 er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Landsbókasafnsins og RÚV. Textavinna: Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og Bjarni Jónsson. Tónlist: Úlfur Eldjárn. Samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir. |