Search

Home > R1918 > Skrifaðu nú meira sjálf
Podcast: R1918
Episode:

Skrifaðu nú meira sjálf

Category: Society & Culture
Duration: 00:00:00
Publish Date: 2018-03-05 06:03:00
Description: Reykvíkingar dagsins í dag ljá Reykvíkingum frá árinu 1918 rödd sína og lesa valda texta frá því ári. Björg Kristjana Sigurðardóttir stjórnmálafræðingur starfar sem þjónustufulltrúi í Reykjavík. Í þessum þætti les hún úr bréfi Ragnhildar Pétursdóttur til Halldóru Bjarnadóttur. Ragnhildur var þjóðkunn húsfreyja og kvenskörungur og hafði um áratugaskeið mikil afskipti af menningarmálum kvenna. Hún var meðal stofnenda Húsmæðraskóla Reykjavíkur og var í stjórn hans í mörg ár. Einnig var hún formaður Kvenfélagasambands Íslands og Hins íslenska kvenfélags sem og ein af stofnendum Bandalags kvenna í Reykjavík og varamaður í bæjarstjórn Reykjavíkur á árunum 1934-1942. Hún hélt einnig um árabil kúabú í Háteigi sem þá var fyrir utan bæinn. R1918 er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Landsbókasafnsins og RÚV. Textavinna: Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og Bjarni Jónsson. Tónlist: Úlfur Eldjárn. Samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir.
Total Play: 0