|
Description:
|
|
Reykvíkingar dagsins í dag ljá Reykvíkingum frá árinu 1918 rödd sína og lesa valda texta frá því ári. Í þessum þætti les Ásdís Sif Þórarinsdóttir handritshöfundur og leikstjóri úr bréfi Þóru Guðmundsdóttur Hermannsson húsfreyju sem búsett var á Hverfisgötu 29 til Jarþrúðar Pétursdóttur Johnsen húsfreyju, söngkonu og málara sem bjó á þessum tíma tímabundið í Vestmannaeyjum en lengst af í Reykjavík. Þóra, sem kölluð var Minna, lést úr spænsku veikinni 14. nóvember 1918. R1918 er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Landsbókasafnsins og RÚV. Textavinna: Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og Bjarni Jónsson. Tónlist: Úlfur Eldjárn. Samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir. |