|
Description:
|
|
Reykvíkingar dagsins í dag ljá Reykvíkingum frá árinu 1918 rödd sína og lesa valda texta frá því ári. Í þessum þætti les Elías Rúnar Elíasson málarameistari og fyrrverandi verkstjóri flutninga og vörumóttöku á Landspítala Háskólasjúkrahúss í Fossvogi auglýsingar frá Tóbaksverslun R.P. Leví og Reykjavíkurapóteki sem birtust í Læknablaðinu í febrúar 1918. R1918 er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Landsbókasafnsins og RÚV. Textavinna: Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og Bjarni Jónsson. Tónlist: Úlfur Eldjárn. Samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir. |