|
Description:
|
|
Reykvíkingar dagsins í dag ljá Reykvíkingum frá árinu 1918 rödd sína og lesa valda texta frá því ári. Kristín Björg Þorsteinsdóttir starfar á Samgöngustofu við skráningar samgönguatvika. Í þessum þætti les hún úr fæðingabók Þórunnar Ástríðar Björnsdóttur ljósmóður og yfirsetukonu í Reykjavík. Þórunn tók alls á móti 4.759 börnum, fyrst 2. janúar 1883 og síðast 11. september 1935. R1918 er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Landsbókasafnsins og RÚV. Textavinna: Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og Bjarni Jónsson. Tónlist: Úlfur Eldjárn. Samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir. |