|
Description:
|
|
Reykvíkingar dagsins í dag ljá Reykvíkingum frá árinu 1918 rödd sína og lesa valda texta frá því ári. Í þessum þætti les Renata Paciejewska, heilbrigðisritari hjá Landsspítala Háskólasjúkrahúsi auglýsingu frá versluninni Goðafossi, Laugavegi 5, sem Kristín Meinholt rak. Hún starfrækti þar einnig hárgreiðslustofu en Kristín mun hafa opnað eina fyrstu hárgreiðslustofu bæjarins. Goðafoss var um áratugaskeið ein helsta snyrtivöruverslun Reykjavíkur. R1918 er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Landsbókasafnsins og RÚV. Textavinna: Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og Bjarni Jónsson. Tónlist: Úlfur Eldjárn. Samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir. |