|
Description:
|
|
Reykvíkingar dagsins í dag ljá Reykvíkingum frá árinu 1918 rödd sína og lesa valda texta frá því ári. Sverrir Arnórsson stundar nám í sellóleik við Menntaskóla í tónlist. Hér les hann úr bréfi sem Lárus Jóhannesson skrifaði foreldrum sínum, Jóhannesi Jóhannessyni og Jósefínu Antoníu Lárusdóttur. Lárus lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1917 og lærði lögfræði í Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarháskóla. Hann var þingmaður Seyðfirðinga fyrir Sjálfstæðisflokkinn árin 1942-1956. R1918 er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Landsbókasafnsins og RÚV. Textavinna: Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og Bjarni Jónsson. Tónlist: Úlfur Eldjárn. Samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir. |