|
Description:
|
|
Reykvíkingar dagsins í dag ljá Reykvíkingum frá árinu 1918 rödd sína og lesa valda texta frá því ári. Í þessum þætti les Guðmundur Þorlákur Ragnarsson, eldri borgari og viðskiptafræðingur í Reykjavík úr bréfi sem Sigurður Gunnarsson, fyrrverandi prestur og prófastur skrifaði bróðursyni sínum, Gunnari Gunnarssyni rithöfundi sem var búsettur í Danmörku. R1918 er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Landsbókasafnsins og RÚV. Textavinna: Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og Bjarni Jónsson. |