|
Description:
|
|
Reykvíkingar dagsins í dag ljá Reykvíkingum frá árinu 1918 rödd sína og lesa valda texta frá því ári. Ingi Hrafn Pálsson er aðstoðarforstöðumaður frístundaheimilis, tón- og leiklistaráhugamaður í Breiðholti. Í þessum þætti les hann orðsendingu Guðmundar Þorlákssonar frá Korpúlfsstöðum varðandi mópöntun Guðmundar Magnússonar rithöfundar og prentara sem er þekktastur undir skáldaheitinu Jón Trausti. R1918 er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Landsbókasafnsins og RÚV. Textavinna: Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og Bjarni Jónsson. |