|
Description:
|
|
Reykvíkingar dagsins í dag ljá Reykvíkingum frá árinu 1918 rödd sína og lesa valda texta frá því ári.
Snæbjörn Helgi Arnarsson Jack stundar nám í Tækniskólanum og fæst að auki við tónlist. Í þessum þætti les hann úr bréfi Tryggva Þórhallssonar ritstjóra Tímans og síðar forsætisráðherra sem hann skrifar systur sinni og mági, hjónunum Svövu Þórhallsdóttur og Halldóri Vilhjálmssyni sem búsett voru á Hvanneyri. Bréfið er ritað frá Laufási sem var heimili fjölskyldu Tryggva við Laufásveg. Húsið byggðu foreldrar hans, Þórhallur Bjarnarson biskup og Valgerður Jónsdóttir árið 1896. Húsið var nefnt eftir æskuheimili Þórhalls, Laufási við Eyjafjörð og dregur gatan Laufásvegur nafn sitt af þessu húsi.
R1918 er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Landsbókasafnsins og RÚV.
Textavinna: Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn og Bjarni Jónsson.
Tónlist: Úlfur Eldjárn.
Samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir.... |